Mítra

Þegar Mítra var stofnað í lok árs 1995 (hóf starfsemi í ársbyrjun 1996), þá var nafnið fundið í Ísl. Alfræðiorðabókinni. Skýringin er eftirfarandi:

Míþras Mítra, Míthras: ævaforn íransk-arískur guð, vinsæll í Rómaveldi; hjá Aríum ljós- og himinguð, velviljaður verndari réttvísi og samninga; hjá Írönum auk þess m.a. frelsunarguð er sigra skal Ahriman. Spáð var að stjarna boðaði fæðingu Mítra (sbr.fæðing Jesú). Í búddhatrú hefur Mítra runnið saman við Búddha í bodhisattvanum Maitreya. Trúin á Mítra náði útbreiðslu í Rómaveldi á 1. Öld, einkum meðal hermanna og varð helsti keppinautur kristni. Þar var Mítra dýrkaður í launhelgum neðanjarðar og sýndur á altaristöflu sem ungur sveinn leggjandi sverði í hals nauti en úr því spretta fram öll dýr og jurtir sem eru mönnum til nyja. Upphaflega táknaði athöfnin lausn hins frjóvgandi lífsafls náttúrunnar en í launhelgum að líkindum frelsun mannsins frá valdi ölaganna. Í V-Asíu og Rómaveldi var dýrkun Mítra blönduð babýlonskri stjörnuspeki og þar varð hann einkum guð sólar og gagnkvæmrar hollustu keisara og hermanna og þannig tengdur keisaradóminum. Díókletían lýsti Mítra verndara ríkisins. Míþrasar-sinnar trúðu á eilíft líf meðal stjarnanna eftir dauðan.